Krabbameinsráðstefna

Kristján Kristjánsson

Krabbameinsráðstefna

Kaupa Í körfu

ER hægt að láta sér þykja vænt um eigið krabbamein? Anna Pálína Árnadóttir söngkona hélt erindi um reynslu sjúklings á árlegri ráðstefnu norrænu krabbameinssamtakanna á Akureyri í gær, og óhætt er að segja að viðstaddir - læknar og fólk úr öðrum heilbrigðisstéttum af öllum Norðurlöndunum - hafi verið hrærðir. Áheyrendur stóðu upp og klöppuðu Önnu Pálínu lof í lófa og dönsk kona sem stýrði þessum hluta ráðstefnunnar hætti við umræður um ávarpið að því loknu. Hún þakkaði Önnu innilega fyrir frásögnina og sagði engu við hana að bæta. MYNDATEXTI: Anna Pálína Árnadóttir og Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, ræðast við á ráðstefnunni á Hótel KEA í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar