Össur hf.

Össur hf.

Kaupa Í körfu

Össur hf., sem einkum hefur einbeitt sér að framleiðslu gervilima frá upphafi vega, hyggst nú færa út kvíarnar með framleiðslu spelkna úr svokölluðum koltrefjum. Huld Magnúsdóttir og Árni Alvar Arason hafa fylgt framleiðslunni úr hlaði og sögðu Jóhönnu Ingvarsdóttur að mikið væri í húfi þar sem spelkumarkaðurinn á heimsvísu væri allt að þrisvar sinnum stærri en stoðtækjamarkaðurinn og næmi allt að tveimur til þremur milljörðum bandaríkjadala árlega sem svarar til 164 til 246 milljarða íslenskra króna. MYNDATEXTI: Spelkur úr koltrefjum búa yfir meiri mýkt og fjöðrun en hefðbundnar spelkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar