Guðni Gunnarsson - kaðllajóga

Arnaldur Halldórsson Sími 893-1353

Guðni Gunnarsson - kaðllajóga

Kaupa Í körfu

Jóga nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og hafa nokkarar nýjar útgáfur jóga litið dagsins ljós í kjölfarið. Ein þeirra er kaðlajóga þar sem er leitast við að sameina líkama, hug og sál. Hugarsmiður kaðlajógans er Íslendingurinn Guðni Gunnarsson sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í tæp 13 ár. María Ólafsdóttir hitti hann að máli. Guðni Gunnarsson hefur síðastliðin 20 ár unnið að þróun hugar- og heilsuræktarkerfisins kaðlajóga (Rope Yoga). Í kaðlajóga er leitast við að sameina líkama, hug og sál og auka flæði orku um líkamann. Kaðlajógakerfiner ætlað að vinna bug á mörgum þeim kvillum sem hrjá fólk í dag, t.d. bakveiki, þunglyndi og offitu. MYNDATEXTI: Í kaðlajóga er lögð áhersla á svokallaða ujjayi-öndun, en hún er þess eðlis að andað er í gegnum nefið og um leið þrengt örlítið að hálsinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar