VOX

Jim Smart

VOX

Kaupa Í körfu

Fyrir Ólympíuleikana í Barcelona árið 1992 tókst Bandaríkjunum að ná saman öllum helstu stjörnum NBA-deildarinnar í eitt lið og var fátt sem vakti meira athygli á þessum leikum en frammistaða þess. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst mér ekki að fá miða á einhvern leik "draumaliðsins" og varð að láta mér nægja að sjá Íslendinga tapa fyrir Svíum í handbolta í Granollers. Hins vegar rifjaðist sagan um draumaliðið upp þegar fréttist hverjir hefðu verið ráðnir í eldhúsið á Hótel Nordica. Yfirmatreiðslumaður þar er Hákon Már Örvarsson, sem um skeið var yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti og hefur einnig starfað um árabil með Leu Linster á veitingastað hennar í Lúxemborg. Hákon hreppti fyrir rúmum tveimur árum bronsverðlaun í matreiðslukeppninni Bocuse d'Or í Lyon í Frakklandi. Með honum eru síðan þeir Gunnar Karl Gíslason, sem undanfarin ár hefur verið matreiðslumaður hjá Sigga Hall, og hins vegar Sigurður F. Gíslason, sem hefur komið víða við jafnt hér á landi sem erlendis. Meðal annars starfaði hann um tíma hjá Charlie Trotter's í Chicago, einum þekktasta veitingastað Bandaríkjanna. MYNDATEXTI: Draumaliðið: Gunnar Karl, Hákon Már, Sigurður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar