Laugavegur 76

Laugavegur 76

Kaupa Í körfu

SUMARIÐ 1910 byggði Jón Þorsteinsson söðlasmiður tvílyft steinhús, 14 x 14 álnir að grunnfleti, með 33/4 álna háu risi við Laugaveg 76. Húsið er með járnþaki á plægðri 5/4" borðasúð með pappa á milli. Niðri eru krossskilrúm úr steinsteypu. Þegar virðing þessi var gerð var húsið enn í smíðum. Við suðurhliðina er inn- og uppgönguskúr, byggður eins og húsið, hólfaður í tvennt. Skúrinn er einnig í smíðum. Grunnflötur hans er 93/4 x 4 álnir. MYNDATEXTI: Laugavegur 76. Húsið er þekktast fyrir Vinnufatabúðina sem hefur verið starfrækt á fyrstu hæðinni frá árinu 1941.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar