Hvít krækiber

Jónas Erlendsson

Hvít krækiber

Kaupa Í körfu

MOSAVÖXNU Ásahrauni skammt frá bænum Ytri-Ásum í Skaftártungu er mikið af krækiberjum. Á einum stað er lítil þúfa þakin hvítum krækiberjum umkringd svörtum krækiberjum. "Ég fann þessa þúfu fyrir mörgum árum og hef síðan vitjað um hvítu krækiberin á hverju ári, en ég hef ekki séð þau annars staðar," segir Ásta Sverrisdóttir, bóndi á Ytri-Ásum. "Þetta er eins og með hvítu hrafnana, sjaldgæf sjón, en berin eru annars eins á bragðið og þau svörtu, þó að þau séu frekar litlaus."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar