Salahverfi

Ásdís Ásgeirsdóttir

Salahverfi

Kaupa Í körfu

Salahverfi hefur verið að mótast mjög í sumar. Neðsti hluti hverfisins hefur þegar fengið á sig allgróið yfirbragð. Græn svæði eru þar áberandi og göngu- og hjólastígar meðfram akbrautum og inn á milli húsa. Leikskóli og skóli hafa verið teknir í notkun fyrir löngu og þó að miklar framkvæmdir standi enn yfir við íþróttahús og sundlaug, styttist óðum í, að hvort tveggja verði tekið í notkun. Neðst í hverfinu er þegar komin myndarleg verzlunarmiðstöð og bensínstöð við hliðina. MYNDATEXTI: Kári Bessason, byggingastjóri, Elfar Ólason og Magnús Hilmarsson, sölumenn hjá Skeifunni. Í baksýn má sjá fjölbýlishúsið Rjúpnasali 10 í byggingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar