Luo Gan í heimsókn

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Luo Gan í heimsókn

Kaupa Í körfu

Íslenskir stjórnmálamenn áttu fund með kínverska ráðamanninum Luo Gan ÍSLENSKIR stjórnmálamenn sem áttu í gær fund með Luo Gan, einum æðsta yfirmanni öryggis- og dómsmála í Kína, sögðust hafa kynnt afstöðu íslenskra stjórnvalda til mannréttindamála í Kína. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði að loknum hádegisverði með Luo í Þjóðmenningarhúsinu að afstaða Íslendinga væri alveg skýr. Hann hefði rætt mannréttindamál sérstaklega og gert rækilega grein fyrir því að mannréttindi væru algild óháð stjórnarfari í hverju landi. MYNDATEXTI: Luo Gan, einn æðsti yfirmaður öryggis- og dómsmála í Kína, labbar út úr Þjóðmenningarhúsinu við hlið Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar