Ungliðahreyfing stjórnmálaflokkanna

Ungliðahreyfing stjórnmálaflokkanna

Kaupa Í körfu

GÍSLI Sveinsson, hrossabóndi á Hestheimum í Ásahreppi, skammt frá Hellu, hefur látið sprengja stærðar holu í bergið framan við bæinn þar sem hann hefur í hyggju að byggja tónleikahöll. Að sögn Gísla er hugmyndin enn á hönnunarstigi en miðar að því að þak verði byggt ofan á hina náttúrulegu tónleikahöll. ......... Myndin var tekin í síðustu viku er Gísli sýndi fulltrúum úr ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna staðinn en þau voru þar á ferð í fylgd landbúnaðarráðherra um Suðurland. Gísli lýsti því yfir þá að allar hugmyndir að frekari útfærslu á tónleikahöllinni væru vel þegnar. MYNDATEXTI: Holan í bergið er nánast hringlaga með gati í annan endann. Klettabeltið gnæfir yfir væntanlega tónleikagesti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar