Kerling

Benjamín Baldursson

Kerling

Kaupa Í körfu

EFTIR snjólítinn vetur og hlýtt sumar er nánast allur snjór horfinn úr Hlíðarfjalli. Ívar Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli til 30 ára, gekk á fjallið í vikunni ásamt Stefáni Jónassyni og hann sagðist aldrei hafa séð jafn lítinn snjó á svæðinu og nú. "Það var í raun alveg ótrúlegt að sjá þetta." MYNDATEXTI: Óvenjulítill snjór er í fjallinu Kerlingu en þar eru jafnan allmiklar fannir sem ná niður fyrir miðjar hlíðar. Stórhýsið Hrafnagil er einnig á myndinni og stúlkurnar sem standa á bökkum Eyjafjarðarár eru úr Hrafnagilsskóla en þar standa nú yfir útivistardagar, sem ekki er amalegt í haustblíðunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar