Haffjarðará með yfir 1000 laxa

Guðrún Bergmann

Haffjarðará með yfir 1000 laxa

Kaupa Í körfu

HAFFJARÐARÁ var lokað á mánudag eftir frábært veiðisumar sem skilaði rúmlega 1.000 löxum. Að sögn Einars Sigfússonar, annars af eigendum árinnar, er þetta í annað sinn á rúmlega tíu árum sem árin gefur af sér meira en þúsund laxa og var hann að vonum ánægður. Í gærmorgun veiddist lúsugur lax í Gretti, en sá veiðistaður er á neðsta svæði árinnar, og í fyrradag kom rúmlega sextán punda hængur á land úr Nesodda, sem er á efsta veiðisvæðinu MYNDATEXTI: Einar Sigfússon, annar eigandi Haffjarðarár, og Guðlaugur Bergmann með ellefu punda lax sem sá síðarnefndi veiddi í Gretti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar