Bátur á Langasjó

Jónas Erlendsson

Bátur á Langasjó

Kaupa Í körfu

SVEINSTINDUR stendur við suðurenda Langasjávar á Skaftártunguafrétti. Þegar gengið er upp á tindinn sést ægifagurt útsýni yfir hálendið í allar áttir, t.d. fjóra stærstu jökla landsins, fyrir norðan fjallið er Langisjór sem er stórt stöðuvatn, nokkrir tugir kílómetra á lengd. Þar úti á vatninu var einn bátur á ferð á dögunum og í þeirri einstöku kyrrð sem myndast á fjöllunum voru hljóðin í honum greinileg alla leið upp á tindinn sem er 1.090 metra hár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar