Annika Enqvist

Annika Enqvist

Kaupa Í körfu

ESVÍAR eru vel með á nótunum um gildi hönnunar og ávinninginn af góðri og hagnýtri framleiðslu nytsamlegra hluta. Þeir leggja mikla áherslu á að markaðstengja hönnun eins og glögglega kemur fram á sýningunni Ágæti - Úrvalshönnun frá Svíþjóð sem nú stendur yfir á Hönnunarsafni Íslands. Á sýningunni eru vörur og hlutir af ýmsu tagi sem skarað hafa fram úr í sænskri hönnun. Vörurnar eru samvinnuverkefni hönnuðar og framleiðenda, þær hafa verið í vinnslu og framleiðslu á undanförnum tólf mánuðum og eru nú fáanlegar á opnum markaði MYNDATEXTI: Hönnun er samofin sænsku þjóðfélagi, segir Annika Enqvist, sýningarstjóri sænsku hönnunarsýningarinnar sem nú stendur yfir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar