Kornrækt

Líney Sigurðardóttir

Kornrækt

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er ekki algengt að sjá bylgjandi kornakra í Þistilfirði en sú er raunin þetta haust og uppskera er mjög góð. Þeir Axel Jóhannesson á Gunnarsstöðum og Eggert Stefánsson í Laxárdal settu niður korn í tvo hektara í vor; Axel 22. apríl og Eggert tveimur vikum síðar en mjög hlýtt var í veðri um það leyti. Tíðarfar var óvenjulegt síðasta vetur; einstaklega mildur vetur og jörð fraus aldrei að neinu marki og þess vegna mögulegt að plægja mjög snemma vors. MYNDATEXTI: Eggert Stefánsson í Laxárdal og Axel Jóhannesson á Gunnarsstöðum á öðrum kornakrinum í Þistilfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar