Ástfangnar gulrætur

Guðrún Bergmann

Ástfangnar gulrætur

Kaupa Í körfu

NÚ þegar menn eru í óða önn að taka upp jarðávextina sína kemur ýmislegt sérkennilegt í ljós. Eigendur á Gistiheimilinu Brekkubæ á Hellnum fengu þessar sérkennilegu gulrætur upp úr lífræna garðinum hjá sér. Kannski var það sökum þrengsla í jarðveginum sem önnur gulrótin, sú til hægri á myndinni, vafði sig svona kirfilega utan um hina, en hún gæti líka hafa gert það vegna þess að hún var svona ástfangin af henni. Hin gulrótin minnir á ýturvaxnar mjaðmir og kvenmannsfótleggi og á milli þeirra liggur minnsta gulrótin sem komið hefur upp úr garðinum í haust. Hún gæti verið afsprengi þeirra ástföngnu. EKKI ANNAR TEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar