Brunaæfing

Kristján Kristjánsson

Brunaæfing

Kaupa Í körfu

SLÖKKVILIÐ Akureyrar var með verklegar æfingar fyrir væntanlega nýliða í fastráðningarhópi liðsins í gær en til stendur að fjölga um fjóra slökkviliðsmenn um næstu mánaðamót. Ein æfingin fólst í því að fara óvænt í útkall í brennandi hús. Kveikt hafði verið í húsinu Lækjarbakka, vestan Akureyrarflugvallar, og stóð það í ljósum logum þegar nýliðarnir komu á staðinn ásamt varðstjórum úr slökkviliðinu. Þeim gekk þó nokkuð vel að ráða niðurlögum eldsins. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar