Hjörtur Jónasson og Hinrik Hjartarson

Hjörtur Jónasson og Hinrik Hjartarson

Kaupa Í körfu

EINN góðan laugardag í ágúst síðastliðnum, reyndar svolítið blautan, ráku vegfarendur um Kjöl upp stór augu, því það sem fyrir augu þeirra bar var óvenjuleg sjón: Farkostur eins ferðalangsins var 57 ára gamalt mótorhjól, nánar tiltekið Matchless G 80, árgerð 1946. Ökumaðurinn, leðurklæddur með hjálm og gleraugu í stíl við árgerð hjólsins, flengdi safngripnum sem nýtt hjól væri yfir holóttan hálendisveginn og sneiddi af leikni framhjá stærstu drullupollunum. Þar var eigandinn, Hjörtur Jónasson, á ferð. Myndatexti: Hjörtur Jónasson í bílskúrnum. Matchlessið í baksýn en sonurinn Hinrik styður hendi á Triumph Trident, árgerð 1975.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar