Framkvæmdir við Arnarstapahöfn

Guðrún Bergmann

Framkvæmdir við Arnarstapahöfn

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir hafa verið í sumar við Arnarstapahöfn MIKLAR framkvæmdir hafa farið fram við Arnarstapahöfn allt frá því hafist var handa á síðasta ári við dýpkun hafnarinnar. Í sumar hefur verið unnið að því að bæta aðkomuna landmegin frá að höfninni. Hefur það meðal annars verið gert með því að breikka veginn niður að henni. Nú er verið að leggja síðustu hönd á verkið með því að steypa veginn niður að henni. Er sá þáttur framkvæmdanna í höndum Steypustöðvar Þorgeirs Árnasonar á Rifi. Mun það breyta mjög aðstæðum til athafna við höfnina og auðvelda aðgengi að henni og fiskmarkaðnum sem þar er starfræktur. MYNDATEXTI: Séð yfir framkvæmdirnar við Arnarstapahöfn sem unnið hefur verið að í sumar og bæta munu bæði aðgengi ferðamanna og atvinnulífsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar