Indriði klæðskeri - Indriði Guðmundsson

Jim Smart

Indriði klæðskeri - Indriði Guðmundsson

Kaupa Í körfu

KLÆÐSKERINN er ekki með málband um hálsinn enda hefur dregið mjög úr því að fólk fari til klæðskera og láti sérsauma föt á sig. Indriði Guðmundsson hefur þó einstaka sinnum látið eftir sérvisku þeirra sem eiga draum um tvídföt með hnébuxum eða fjólublá sléttflauelsjakkaföt. Indriði hefur haft nóg að gera frá því hann útskrifaðist úr Iðnskólanum árið 1992. Hann hefur gert búninga fyrir kvikmyndir og leikrit og kennt við Iðnskólann og Listaháskólann. Undanfarin ár hefur hann búið til snið fyrir hönnuði og fataframleiðendur. Því heldur hann áfram í búðinni sem hann er nýbúinn að opna á Skólavörðustígnum. Sú lætur lítið yfir sér en nafnið er stórt og minnir á gamla tíma: Indriði klæðskeri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar