Roðlaust og beinlaust

Helgi Jónsson

Roðlaust og beinlaust

Kaupa Í körfu

ÞAÐ ríkti hálfgerð jólastemning í Ólafsfirði nýverið þegar áhöfnin á Kleifabergi ÓF tók sig til og mætti í jólasveinabúningum niður við höfn, enda eru þar á ferðinni sérlega söngelskir sveinar! Áhöfnin skipar hljómsveitina Roðlaust og beinlaust, sem gaf út plötu í fyrra. Lag af þeirri plötu, "Í friði og ró", var mikið spilað í útvarpinu og í raun eitt það mest spilaða á Íslandi fyrir síðustu jól. Vegna þessara vinsælda ákvað hljómsveitin að gera myndband við lagið og var það tekið upp í höfninni í Ólafsfirði og einnig úti á sjó. Gerði áhöfnin sér lítið fyrir og brá sér í jólasveinabúninga og höfðu með sér ýmiss konar skraut út á fjörð. Vakti þetta uppátæki sveinanna mikla athygli og verður spennandi að sjá afraksturinn þegar nær dregur jólum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar