Harpað fyrir vegagerðina

Jón Guðbjörn Guðjónsson

Harpað fyrir vegagerðina

Kaupa Í körfu

NÚ undanfarinn hálfan mánuð hefur vegagerðin á Hólmavík verið að láta harpa möl í yfirkeyrslu á vegi hér í hrepp.Verktaki við það verk er Græðir s/f á Flateyri en vélamaður og sá sem vann verkið er Gunnar Sigurðsson. Harpað var á tveim stöðum í Finnbogastaðalandi við svonefnt Skarð, þar voru harpaðir tvö þúsund og fimmhundruð rúmmetrar, og svo einnig í Gjögurlandi, þrjúþúsund og fimmhundruð rúmmetrar eða alls sexþúsund rúmmetrar. Að sögn Jóns Harðar umdæmisstjóra vegagerðar verður lítið af þessu efni keyrt í vegi núna í haust nema þar sem á að laga og endurbæta veginn frá Krossnesi að sundlaug og Munaðarnesveg. MYNDATEXTI: Vélamaðurinn Gunnar Sigurðsson matar hörpunarvélina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar