Kvekjarasafn Valgerðar Karlsdóttur

Kvekjarasafn Valgerðar Karlsdóttur

Kaupa Í körfu

Valgerður Karlsdóttir á 640 kveikjara VALGERÐUR Karlsdóttir átti 639 kveikjara þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom í heimsókn, en 640 þegar hann fór. Kveikjarinn, sem skilinn var eftir, var að vísu ekki svo merkilegur í samanburði við marga þá sem finna má í safni Valgerðar, en úrvalið er ótrúlega fjölbreytt. Þarna má sjá kveikjara af öllum stærðum og gerðum og í líki alls konar hluta svo sem farsíma, sjónvarps, skipa, bíla, bjórkanna, bíllykla, mótorhjóla og guð má vita hvað, og þarna eru byssur af ýmsum gerðum og meira að segja handsprengja, svo örfá dæmi séu nefnd. Svo á Valgerður líka nokkrar gerðir af hinum klassísku Zippo kveikjurum og þannig mætti lengi telja. MYNDATEXTI: Í kveikjarasafninu kennir ýmissa grasa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar