Anna Magnea Hreinsdóttir

Sverrir Vilhelmsson

Anna Magnea Hreinsdóttir

Kaupa Í körfu

Tölvunotkun barna þroskandi Anna Magnea Hreinsdóttir telur að hæfileg blanda af tölvunotkun og frjálsum leik sé þroskavænlegust fyrir leikskólabörn TÖLVUR geta ýtt undir samskipti og samstarf barna. Þetta kann að hljóma sem öfugmæli enda sjá margir fyrir sér að börn einangrist í tölvunum, þar sem þau verði svo upptekin af því sem er að gerast á skjánum að þau fari á mis við samskipti við aðra. Svo virðist þó ekki vera samkvæmt niðurstöðum rannsókna, sem gerðar hafa verið á þessu sviði, og sem dæmi má nefna erlenda rannsókn, sem benti til þess að samskipti barna við tölvuna væru margfalt meiri en barna sem púsla saman. Börnin sækjast eftir að vera mörg saman kringum tölvuna og hjálpast að. Rannsóknir um tölvunotkun barna hafa ennfremur leitt í ljós að kynjamunur er talsverður við tölvuskjáinn, bæði hvað varðar val á viðfangsefnum og mat á eigin getu og tölvukunnáttu. MYNDATEXTI: Anna Magnea Hreinsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Kjarrinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar