Þórir Sigurjónsson og Gunnar Hallgrímsson

Þórir Sigurjónsson og Gunnar Hallgrímsson

Kaupa Í körfu

Fyrst í stað veittu Bandaríkjamenn aðstoð í baráttunni gegn háhyrningum með því að senda hermenn með fiskibátunum á síldarmiðin á Faxaflóa. Tveir aldraðir sjómenn rifjuðu upp daginn þegar Hafnfirðingur GK 330 breyttist í léttvopnað herskip. MYNDATEXTI: Þórir Sigurjónsson (til vinstri) og Gunnar Hallgrímsson voru hásetar á Hafnfirðingi GK 330 um miðbik sjötta áratugarins. Tveir ungir, bandarískir varnarliðsmenn fóru eitt sinn með þeim á miðin til að skjóta háhyrninga á Faxaflóa. Annar hermaðurinn gat þó ekkert skotið sakir sjóveiki en hinn stóð sig betur. "Hann var harður af sér og skaut meira að segja í sundur einn eða tvo vanta hjá okkur!" segja þeir hlæjandi. Vantur er stag eða taug sem liggur úr mastrinu í borðstokkinn á skipinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar