Fundur í Stykkishólmi

Guðrún Bergmann

Fundur í Stykkishólmi

Kaupa Í körfu

Nú í vikunni voru tekin fyrstu skrefin í undirbúningsferli því sem liggur að baki vottun á Snæfellsnesi sem umhverfisvænum áfangastað í ferðaþjónustu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Tveir fulltrúar frá vottunarsamtökunum Green Globe 21, þeir Reg Easy, forstjóri vottunarsviðs Green Globe 21, og Kym Norman, sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði umhverfismála, viðskipta- og markaðsmála héldu kynningarfundi með sveitarfélögunum fimm sem eru aðilar að verkefninu. Sveitarfélögin eru Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit. Auk sveitarfélaganna tekur Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull þátt í verkefninu. Myndatexti: Á fundinum í Stykkishólmi var vottun á Snæfellsnesi sem umhverfisvæns áfangastaðar í ferðaþjónustu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi rædd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar