Friðrik Ólafsson og Bent Larsen

Ólafur K. Magnússon
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Friðrik Ólafsson og Bent Larsen

Kaupa Í körfu

Friðrik Ólafsson og Bent Larsen leiða saman hesta sína í atskákareinvígi til að minnast einvígis síns um Norðurlandameistaratiti "ÉG VEIT að það verður hart barist og ekkert gefið eftir frekar en í gamla daga. Við erum ábyggilega báðir sigurvissir," sagði Friðrik Ólafsson skákmeistari í samtali við Morgunblaðið, en ákveðið hefur verið að hann og Daninn Bent Larsen tefli atskákareinvígi um miðjan nóvember. Einvígið er haldið til að minnast frægs einvígis sem þeir háðu rúmlega tvítugir að aldri um Norðurlandameistaratitilinn í skák hér á landi árið 1956 eða fyrir nærfellt fimmtíu árum. Einvígið, sem háð var í Sjómannaskólanum, vakti mikla athygli og komust færri að en vildu til þess að fylgjast með skákunum. Var áhuginn jafnvel svo mikill að fólk lagðist á glugga Sjómannaskólans til þess að geta fylgst með þar sem húsfyllir var inni. MYNDATEXTI: Friðrik Ólafsson og Bent Larsen við verðlaunaafhendinguna árið 1956. ( Mynd úr myndasafni fyrst birt 19860302

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar