Sunnan 3 og Virkjum alla

Jim Smart

Sunnan 3 og Virkjum alla

Kaupa Í körfu

SAMKEPPNI meðal sveitarfélaga um rafrænt samfélag lauk í gær er Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tilkynnti hvaða sveitarfélög hefðu verið valin til þátttöku í þessu þróunarverkefni til næstu þriggja ára. Tveir hópar sex sveitarfélaga voru valdir; annars vegar eru það Árborg, Hveragerði og Ölfus undir heitinu "Sunnan 3" og hins vegar Húsavík, Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit er nefna verkefni sitt "Virkjum alla". MYNDATEXTI: Fulltrúar sigurvegaranna, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkur, og Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, hlýða ásamt Valgerði Sverrisdóttur á umsögn Sveins Þorgrímssonar, formanns valnefndar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar