Ólafur Vallevik tekur við styrk

Ólafur Vallevik tekur við styrk

Kaupa Í körfu

FORSVARSMENN Íbúðalánasjóðs afhentu í vikunni fjárstyrki sem stofnunin veitir árlega til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði. Alls hlutu 14 verkefni styrk samtals að upphæð 14 milljónir króna, þar af fengu tvö verkefni fjárstyrk að upphæð 1,5 milljónir hvort. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hlaut annan af hæstu styrkjunum fyrir verkefnið Endingu sjálfútleggjandi steinsteypu og Hafsteinn Ólafsson og Ólafur Wallevik, fengu styrk fyrir vöru og markaðsþróun á slíkri steypu. MYNDATEXTI: Ólafur Wallevik var annar þeirra sem hlutu hæsta styrkinn frá Íbúðalánasjóði fyrir verkefnið Sjálfútleggjandi steinsteypa - vöru- og markaðsþróun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar