Orkuveitan veitir styrki

Ásdís Ásgeirsdóttir

Orkuveitan veitir styrki

Kaupa Í körfu

ORKUVEITA Reykjavíkur afhenti í gær konum í verk-, tækni- og iðngreinum styrki. Vatnsveita Reykjavíkur ákvað árið 1997 að styrkja konur í verk- og tæknifræðigreinum og var það liður í jafnréttisáætlun fyrirtækisins en eftir sameiningu veitufyrirtækjanna árið 2000 hefur OR haldið þessu starfi áfram. Í ár ákvað stjórn Orkuveitunnar að efna til nýs styrkjaflokks til kvenna í fleiri námsgreinum og gátu konur sem stunda nám í vélfræði, rafvirkjun, vélvirkjun, múraraiðn og pípulögnum á framhaldsskólastigi því sótt um nú. Myndin er tekin við afhendingu styrkjanna. Frá vinstri: Guðmundur Þóroddsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórunn Ágústa Þórsdóttir, Sonja Schaffelhoferová, Guðrún Hulda Jónsdóttir, Dóra Elísabet Sigurjónsdóttir, Ólöf Maggný Örnólfsdóttir og Alfreð Þorsteinsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar