Debóra Dögg Jóhannsdóttir

Steinunn Ásmundsdóttir

Debóra Dögg Jóhannsdóttir

Kaupa Í körfu

Í Vopnafjarðarskóla er starfrækt myndarlegt mötuneyti fyrir skólabörnin og starfsfólk. Þar er boðið upp á holla og góð næringu daglega og er víst að mötuneytissalurinn er með líflegustu stöðum sveitarfélagsins á hádegisverðartíma. Að sögn Aðalbjörns Björnssonar skólastjóra var sú nýbreytni tekin upp árið 2000 að bjóða upp á heitan mat í skólanum og fá öll börnin heitan mat í hádeginu. Hundrað og sautján nemendur stunda nám við skólann í tíu bekkjardeildum. Þessi nýbreytni hefur mælst mjög vel fyrir meðal barnanna, að sögn skólastjóra, enda fátt betra en að fá heitan mat áður en tekið er til við lærdóminn síðari hluta dags. Fullkomið eldhús er á staðnum og allur matur framreiddur í skólanum. Debóra Dögg Jóhannsdóttir er meðal þeirra nemenda vopnfirskra sem fá hádegisverð í skólanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar