Kúnstug rófa

Margret Ísaksdóttir

Kúnstug rófa

Kaupa Í körfu

Í Kjöt og kúnst í Hveragerði gat að líta glæsilega kúnst, þar sem náttúran sjálf var höfundurinn. Rófa sem vó nítján merkur blasti við viðskiptavinum, þegar þeir komu að versla. Í Hveragerði er víða verið að sýna list og má segja að þetta nýja fyrirtæki standi undir nafni. Rófan er ættuð ofan úr Laugarási, en það var Jóhann Óskarsson í Ásholti sem kom færandi hendi með þessa íturvöxnu rófu. Anna María Eyjólfsdóttir með rófuna kúnstugu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar