Nonni og Heiðar

Jim Smart

Nonni og Heiðar

Kaupa Í körfu

TVÆR villtar kanínur vappa um á hlaðinu fyrir framan húsið. Innandyra er önnur, sem húsráðendur, þeir Nonni og Heiðar, hafa tekið í fóstur. Hún heitir Fína-kanína og hleypur í felur þegar menn nálgast enda segja fóstrar hennar að kanínur séu tákn hræðslunnar. Heiðar fer út til að undirbúa upphitun á steinunum, sem nota á við athöfina, og hann notar tækifærið til að gefa hröfnunum, sem eru flögrandi þarna álengdar, í leiðinni. "Það er eins gott að hafa þá góða, þeir eru tákn töfranna," segir hann. Á meðan skoðar greinarhöfundur listaverk eftir Nonna, sem hanga á veggjum og eru í hillum um allt hús. Húsið er litskrúðugt, bæði að utan og innan, og ekki laust við að gömul fortíðarþrá geri vart við sig í brjóstinu. Þetta er notaleg tilfinning og engu líkara en að einhvers konar dulmagn hvíli yfir staðnum. Það lofar vissulega góðu. MYNDATEXTI: Svitaskálinn: Svokallað svett lætur ekki mikið yfir sér að utan, en þarna geta rúmast hátt í tuttugu manns. Ýmsir siðir eru í heiðri hafðir, til dæmis byrja menn á að tengja sig höfuðáttunum og móður jörð, steinar eru hitaðir og þátttakendur bera gleraugu í tilheyrandi lit. Eftir svitabaðið er farið í kalt og heitt bað og síðan slappað af við kertaljós.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar