Karvel Ögmundsson - 90 ára afmæli

Frímann Ólafsson

Karvel Ögmundsson - 90 ára afmæli

Kaupa Í körfu

Karvel Ögmundsson heiðursborgari Njarðvíkur níræður Sparnaður lífsnauðsyn fyrir Í DAG heldur Karvel Ögmundsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Njarðvík upp á afmæli sitt. Njarðvíkurbær býður til kaffisamsætis honum til heiðurs í safnaðarheimili kirkjunnar en Karvel er fyrsti heiðursborgari Njarðvíkur. Morgunblaðið heimsótti Karvel á þessum tímamótum. Hann er ern vel og hress. "Maður er alltaf eitthvað að dudda, halda við íbúðum sem ég á og snúast í sambandi við það. Í félagsstörfum hefur maður hægt á sér og í dag er ég aðallega í þremur félögum, Rotaryfélaginu, í stjórn Olíufélagsins hf. og í Samvinnutryggingum sem var. Ég hef hug á því að draga mig í hlé í stjórn Olíufélagsins í haust eftir rúmlega 47 ára setu þar eða allt frá stofnun þess," sagði Karvel sem þrátt fyrir árin 90 hefur í nógu að snúast og segir að sér hafi yfirleitt ekki fallið verk úr hendi um ævina. Ljósmynd úr umslagi Karvels

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar