Haraldur Bessason

Skapti Hallgrímsson

Haraldur Bessason

Kaupa Í körfu

Háskólamenn kveðja fyrsta rektor skólans sem flytur á ný vestur um haf "HANN Haraldur er heilt Ísland. Það er ekki einvörðungu að Haraldur hafi vaxið úr frjórri skagfiskri mold heldur hefur hann á langri ævi orðið fágaður heimsmaður og gert Kýrholt að heimsögulegu óðalssetri í vitund þeirra sem til þekkja," sagði Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti kennaradeildar Háskólans á Akureyri í ávarpi sem hann flutti í kveðjuhófi háskólans sem haldið var um helgina, en Haraldur Bessason fyrsti rektor Háskólans á Akureyri hefur látið af störfum. Hann og eiginkona hans Margrét Björgvinsdóttir flytja nú í vikunni búferlum vestur um haf, til Toronto í Kanada. Börn þeirra hjóna búa öll í Kanada, raunar er langt á milli þeirra því þau búa í Toronto, Winnipeg og Calgary. "Það er jafnlangt fyrir okkur að fara frá Toronto til Calgary eins og frá Íslandi til Toronto," sagði Haraldur. Hann tók við starfi rektors Háskólans á Akureyri þegar skólinn var stofnaður árið 1987 og gegndi því til ársins 1994 en hefur eftir það kennt íslensku við kennaradeild háskólans. Áður kenndi hann í röska þrjá áratugi við Manitoba-háskóla og er heiðursdoktor hans auk þess að vera heiðursborgari Winnipeg-borgar. Haraldur var kjörinn fyrsti heiðursdoktor Háskólans á Akureyri árið 2000. MYNDATEXTI: Haraldur Bessason: Skagfirðingur, ýtumaður, háskólakennari, fræðimaður, rektor og tölvumaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar