Ásgeir Jónsson

Brynjar Gauti

Ásgeir Jónsson

Kaupa Í körfu

Fjársvelti íslenskrar nýsköpunar rætt á atvinnuráðstefnu ASÍ INNAN nýsköpunargeirans binda menn vonir við að Tækniþróunarsjóður verði settur á fjárlög og bíða spenntir eftir fjárlagafrumvarpi 2004, sem lagt verður fram á Alþingi í dag. Dr. Einar Mäntylä hjá ORF Líftækni, sem flutti erindi á ráðstefnunni Atvinna fyrir alla á vegum ASÍ í gær, lýsti fjársvelti nýsköpunar á Íslandi með mjög afgerandi hætti og sagði landslagið vera eins og "sviðna jörð". Þetta er mjög ólíkt því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum, t.d. á Írlandi, þar sem yfirvöld ýta mjög undir nýsköpun. Hafa þær ráðstafanir leitt til þess að flest stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa opnað starfsstöðvar þar. MYNDATEXTI: Það er ljóst að sértækar byggðaaðgerðir geta stutt við einn og einn stað, en skipta litlu fyrir heildarþróunina," sagði dr. Ásgeir Jónsson á atvinnuráðstefnu ASÍ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar