Monica Achieng Owili

Kristján Kristjánsson

Monica Achieng Owili

Kaupa Í körfu

Nemendur í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna kynna sér sjávarútveg í Eyjafirði MONICA Achieng Owili frá Kenýa naut þess að sigla um Eyjafjörð á afmælisdegi sínum. Fyrst með gömlu Hríseyjarferjunni Sævari á milli þeirra staða í firðinum þar sem fiskeldi er stundað og síðdegis með hafnarbátnum Sleipni þar sem fræðst var um Akureyrarhöfn. "Þetta er bara fínn afmælisdagur," sagði Monica, en eftir sjóferðina stóð til að hópurinn gæddi sér á afmælistertu á gistiheimilinu þar sem hann dvelur. Sú ágæta terta var að vísu bökuð í einhverju af bakaríum bæjarins, en í nógu var að snúast hjá nemum í Sjávarútvegsskólanum. MYNDATEXTI: Monica Achieng Owili frá Kenía.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar