Átak gegn brjóstakrabbameini

Sverrir Vilhelmsson

Átak gegn brjóstakrabbameini

Kaupa Í körfu

STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ við Lækjartorg var í gærkvöldi lýst upp í bleikum lit. Tilgangurinn er að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Ástríður Thorarensen forsætisráðherrafrú kveikti ljósin. Í októbermánuði gengst Krabbameinsfélag Íslands fyrir fræðslu um brjóstakrabbamein, eins og gert hefur verið undanfarin ár, og konur hvattar til að nýta sér boð leitarstöðvar félagsins um röntgenmyndatöku. MYNDATEXTI: Ástríður Thorarensen forsætisráðherrafrú kveikti ljósin við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu og er hér við þá athöfn ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar