Helgi Sigurðsson

Þorkell

Helgi Sigurðsson

Kaupa Í körfu

Sjóminjasafnið á Grandagarði . Húsnæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur á Grandagarði gengur senn í endurnýjun lífdaga. Nýtt sjóminjasafn verður opnað við Grandagarð á næsta ári og mun safnið verða rekið sem alhliða sjóminjasafn og sjálfseignarstofnun. Safnið gengur nú undir heitinu Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík, en endanlegt nafn hefur þó ekki verið ákveðið. Myndatexti: Helgi safnvörður á efri hæð BÚR-hússins, en þar verður sett upp fyrsta sýning Sjóminjasafnsins í Reykjavík á næsta ári. Helgi Sigurðsson, safnvörður á Árbæjarsafni, hefur verið starfsmaður undirbúningshópsins sl. eitt og hálft ár og mun að líkindum verða fyrsti starfsmaður nýja sjóminjasafnsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar