Síðuskóli

Kristján Kristjánsson

Síðuskóli

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var mikið líf og fjör á skólalóð Síðuskóla í góða veðrinu í fyrradag, þegar blaðamaður Morgunblaðsins átti þar leið um, og þrátt fyrir að skóladegi væri lokið gátu börnin ekki hugsað sér að fara heim. Þau vildu heldur leika sér í eltingaleik í nýjum og glæsilegum kastala sem komið hefur verið fyrir á skólalóðinni. "Þetta er flottasti skólinn í bænum og með flottustu leiktækin," sögðu börnin einum rómi. Innan dyra skólans var einnig tekist á en með rólegra móti þó. Þar sátu nemendur í 5. bekk II yfir skákborðum og tefldu af hjartans lyst, undir stjórn Gunnars Halldórssonar kennara. Helena Eydís Ingólfsdóttir kennari 5. bekkjar tók einnig þátt. Nemendur í 3., 4. og 5. bekk eiga þess kost að mæta í skáktíma einu sinni í viku og hafa um 30 börn nýtt sér það vikulega að sögn Gunnars. MYNDATEXTI: Skák og mát: Gunnar Halldórsson kennari leiðbeinir ungum og efnilegum skákmönnum. Áhugi fyrir þessari göfugu íþrótt er talsverður í Síðuskóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar