Fótboltadansarar

Fótboltadansarar

Kaupa Í körfu

Íslendingar eiga harma að hefna gegn Hollendingum í knattspyrnu eftir sex tapleiki gegn þeim á sjöunda áratugnum, þótt Íslendingar hafi einu sinni unnið vináttuleik gegn Hollendingum 4-3 árið 1961. Nú gefst Íslendingum tækifæri til að skakka leikinn, en á óvæntum vettvangi. Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nk. fimmtudag dansverkið Match í Borgarleikhúsinu, en það fjallar um landsleik Íslands og Hollands í knattspyrnu og var sérsamið fyrir dansflokkinn. Í tilefni af því þáðu dansararnir góð ráð frá Ásgeiri Sigurvinssyni og Janusi Guðlaugssyni á Laugardalsvelli, en þeir hafa báðir spilað landsleiki gegn Hollendingum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar