Íslandsbanki hluthafafundur

Þorkell Þorkelsson

Íslandsbanki hluthafafundur

Kaupa Í körfu

HLUTHAFAFUNDUR Íslandsbanka veitti í gær bankaráði heimild til aukningar hlutafjár félagsins um 1.500 milljónir króna að nafnvirði. Jafnframt var veitt heimild til að greiða fyrir nýja hluti í félaginu með hlutum í Sjóvá-Almennum tryggingum miðað við verðið 37 krónur á hlut. Tillögurnar voru samþykktar með 99,68% atkvæða en farið var fram á skriflega kosningu á fundinum. Íslandsbanki á nú ríflega 70% hlutafjár í Sjóvá-Almennum og mun á mánudag gera öðrum hluthöfum í félaginu yfirtökutilboð á verðinu 37. Verður þeim boðið að velja hvort þeir fái greitt fyrir hlut sinn með reiðufé eða með hlutabréfum í Íslandsbanka miðað við verðið 5,95 krónur á hlut. Sjóvá-Almennar verður dótturfélag bankans og rekið sem sjöunda afkomusvið hans, tryggingasvið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar