Melaskóli

Jim Smart

Melaskóli

Kaupa Í körfu

Vesturbæ | Börn í fjórða bekk Melaskóla tóku sig til í gær og framkvæmdu gjörning þegar um 100 börn mynduðu einskonar foss á stigagangi skólans, sem tákna átti vatnið frá upphafi til ósa. Gjörningurinn var lokapunkturinn á þemadögum í skólanum, þar sem krakkarnir unnu margvísleg verkefni sem tengjast vatni og hlutverki þess í náttúrunni. Í gjörningnum rann "áin" og fossaði af þriðju hæð niður á þá fyrstu undir tónlist sem börnin höfðu sjálf samið, og túlkaði tónlistin árniðinn og fossdrunurnar. Börnin líktu eftir ánni og fossinum með léreftsræmum og húfum sem þau lituðu sjálf

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar