Karate

Jim Smart

Karate

Kaupa Í körfu

KARATE er sjálfsvarnaríþrótt og bardagalist. Íþróttin á rætur sínar að rekja til Japan en það er ekki vitað með vissu hvernig karate varð til. Orðið karate þýðir tóm hönd og vísar til þess að í karate er barist án vopna. Í karate er mikið lagt upp úr aga. Á æfingum er þögn og iðkendur æfa sig án truflunar frá öðrum. Nemendur hrópa ekki yfir salinn ef þá vantar aðstoð heldur bíða eftir að kennarinn komi eða spyrja eftir tímann. MYNDATEXTI: Frá karateæfingu hjá Karatedeild Breiðabliks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar