Varnamálráðherra Rússa í heimsókn

Varnamálráðherra Rússa í heimsókn

Kaupa Í körfu

Sergei B. Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, ásamt fylgdarliði embættismanna og fulltrúum fjölmiðla, átti í gær viðdvöl á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, bauð ráðherranum og fylgdarliði til vinnuhádegisverðar í Ráðherrabústaðnum þar sem m.a. var rætt um samskipti og samvinnu Rússlands og Atlantshafsbandalagsins, málefni Íraks og Afganistan og tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands. Auk þess var farið með gestina í Þjóðmenningarhúsið þar sem handritasýning var skoðuð, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Myndatexti: Halldór Ásgrímsson og Sergei B. Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, við Ráðherrabústaðinn í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar