Vera Hertzsch

Vera Hertzsch

Kaupa Í körfu

DOKTOR Jón Ólafsson telur mögulegt að hægt sé að komast að því hver urðu afdrif hálfíslenskrar dóttur Veru Hertzsch, meðal annars með því að skoða lista frá heilbrigðisráðuneyti Mordóvíu um börn á barnaheimilum. Vera bjó í Moskvu á fjórða áratugnum og eignaðist dótturina Erlu Sólveigu með Íslendingnum Benjamín H. J. Eiríkssyni. Þegar Vera var handtekin og send í fangabúðir árið 1938 er óvíst hvað varð um barnið. Vera lést í fangabúðum í Karaganda í Kazakhstan 1943. Hin nýstofnaða Miðstöð einsögurannsókna stóð fyrir málþingi um mál Veru á laugardag í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna og Landsbókasafnið, í tilefni af því að um þessar mundir eru liðin 60 ár frá því að Vera lést.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar