Guðrún Gunnarsdóttir

Jim Smart

Guðrún Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

LEIFTUR og Þræðir er heiti tveggja sýninga sem opnaðar verða í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í kvöld kl. 20.00, en auk þeirra verður opnuð sýning á völdum verkum úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem hefur að geyma margar perlur íslenskrar málaralistar eftir alla helstu málara þjóðarinnar á síðustu öld. Þræðir eru höfundarverk Guðrúnar Gunnarsdóttur, en verkin fimm vinnur hún úr þráðum: vír, pappír og límbandi. Þetta eru fíngerð verk, eins konar þrívíddarteikningar á vegg, og er yrkisefni þeirra hið örsmáa og viðkvæma í náttúrunni. MYNDATEXTI: Þræðir: Guðrún Gunnarsdóttir vinnur verk úr þráðum, vír og fleiru.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar