Hulda Stefánsdóttir

Jim Smart

Hulda Stefánsdóttir

Kaupa Í körfu

LEIFTUR og Þræðir er heiti tveggja sýninga sem opnaðar verða í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í kvöld kl. 20.00, en auk þeirra verður opnuð sýning á völdum verkum úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem hefur að geyma margar perlur íslenskrar málaralistar eftir alla helstu málara þjóðarinnar á síðustu öld................. Málverkum smellt af Hulda Stefánsdóttir teflir saman ljósmyndum og málverkum á neðri hæð safnsins á sýningu sinni, Leiftri. "Ég hef verið að vinna með hvort tveggja, ljósmyndir og málverk, - er útskrifuð úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands, og fór í mastersnám til New York, þar sem ég bý ennþá. Þar fór ég að taka meira af ljósmyndum. Ég hef lítið verið með pensilinn á lofti síðustu árin, en finnst ég þó alltaf vera að fást við málverkið og þessa tvívíðu malerísku hugsun. Þess vegna fannst mér gaman að tefla ljósmyndinni og málverkinu saman. Ljósmyndin er andartak sem hefur verið fryst, og einhverra hluta vegna finnst okkur hún raunverulegri en málverkið. Við teljum okkur trú um að ljósmyndin birti okkur veruleikann, þótt hann sé ekkert síður persónulegur en það sem maður fæst við í málverki. Það sem maður velur að mynda er persónulegt sjónarhorn ljósmyndarans." MYNDATEXTI: Leiftur: Hulda Stefánsdóttir teflir saman ljósmyndum og málverki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar