Undirskrift - Nema og Edda

Undirskrift - Nema og Edda

Kaupa Í körfu

Námstækni vefst fyrir mörgum en fjölskyldufyrirtækið Nema hefur hannað námskerfi sem notast við þekktar skipanir og aðgerðir úr tölvuumhverfinu sem langflestir nemendur á öllum skólastigum þekkja og skilja. Í NÝJU námskerfi sem fjölskyldufyrirtækið NEMA hefur hannað er höfðað til tölvuþekkingar nemenda og notast við táknmyndir úr tölvuumhverfinu sem nemandinn þekkir. Námsefnið sem heitir Lærum að nema, samanstendur af bók, geisladiski og aðgangi að heimasíðu fyrir hvern notanda. Kerfið má nota til að nema, á skipulagðan hátt, námsefni ólíkra kennslugreina á grunn-, framhalds- og háskólastigi að sögn Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur, sem ásamt eiginmanni sínum, Valgeiri Guðjónssyni, og eldri syni þeirra Árna Tómasi, rekur fyrirtækið Nema. MYNDATEXTI: Ásta Ragnarsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir frá Eddu undirrita samning um útgáfu námsefnisins. Við hlið Ástu situr sonur hennar, Árni Tómas. Árni Tómas Valgeirsson Ásta Ragnasdóttir og Margrét Guðmundsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar