Adrienne Clarkson í heimsókn

Ásdís Ásgeirsdóttir

Adrienne Clarkson í heimsókn

Kaupa Í körfu

LANDSTJÓRI Kanada, Adrienne Clarkson, og eiginmaður hennar, John Ralston Saul, heimsóttu Vesturfarasetrið á Hofsósi á síðasta degi opinberrar heimsóknar landstjórans hér á landi. Fjölbreytt dagskrá hafði verið undirbúin fyrir landstjórahjónin í Vesturfarasetrinu en þaðan hélt Clarkson að Glaumbæ í Skagafirði þar sem Guðríðar Þorbjarnardóttur var minnst. Síðasti áfangastaður landstjórahjónanna var álver Alcan á Íslandi í Straumsvík en það er stærsta einstaka fjárfesting Kanadamanna á Íslandi. Í samtali við Morgunblaðið sögðust landstjórahjónin einkar ánægð með heimsóknina og ekki síst með að fara norður í land: "Við hjónin höfum komið til Íslands í allnokkur skipti en ég hef ekki áður farið um Norðurland eða komið til Akureyrar. Mér þótti mjög áhugavert að sjá starfsemi háskólans þar og eins Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og við hjónin nutum tímans fyrir norðan," sagði Clarkson. Þau sögðust hafa dregið þann lærdóm af ferð sinni til Akureyrar að nauðsynlegt sé að koma á fót háskólum á hinum norðlægari og fámennari stöðum. MYNDATEXTI: Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, tók á móti Adrienne Clarkson og John Ralston Saul í Straumsvík áður en þau héldu af landi brott í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar