Vatnsdalur

Jón Sigurðsson

Vatnsdalur

Kaupa Í körfu

Þessi mynd er tekin er í lundi þeim er fyrsti innfæddi Vatnsdælingurinn leit dagsins ljós en það var Þórdís dóttir Ingimundar gamla, þess er fyrstur nam Vatnsdal og frá er sagt í Vatnsdælasögu. Rétt fyrir ofan þennan lund er veiðihúsið Flóðvangur, vettvangur veiðisagna, afdrep veiðimanna og samkomuhús Vatnsdælinga og Þingbúa. Skemmtileg er sú tilviljun að trésmiðjan Stígandi á Blönduósi hefur verið falið það verk að breyta þessu húsi verulega á næstu mánuðum en fyrirtækið ber nafn skips Ingimundar gamla. Í forgrunni er minnisvarði um frumbyggjanna en bakgrunnurinn er fjallið sem að lítilæti er kallað fell og kennt við Jörund, þriðja hæsta fjall sýslunnar og gnæfir yfir öllum dalnum, stórbrotið og síbreytilegt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar